Dvergschnauzer í jólapeysu á Jólamarkaðnum

Algengt er að hundaeigendur mæti á Jólamarkaðinn  og eru þeir velkomnir með hunda sína -í taumi. Um helgina kom til dæmis fjölskylda með lágvaxna, gæfa tík að nafni Dimma til okkar og var hún klædd jólapeysu. Reyndist þetta vera nokkuð sjaldgæf tegund sem kallast dvergschnauzer.

Mikið um að vera hjá Skógræktarfélaginu um helgina!

Það er óhætt að segja að mikið sé um að vera hjá Skógræktarfélaginu á næstunni. Nú styttist í jólin og félagið verður með jólatrjáasölu á þremur stöðum: 1. Jólatrjáasalan í Kauptúni Garðabæ opnar 10. desember.   Þetta er í Kauptúni 3 við hliðina á Bónusi nálægt Ikea og er það í fyrsta sinn sem félagið er…

Details

Dagskrá Jólamarkaðarins um næstu helgi

Þriðja  helgi Jólamarkaðarins á Elliðavatni er framundan og verður mikið um að vera eins og áður, öll söluborð pöntuð og fjölbreytt íslenskt handverk í boði. Við vekjum athygli á að engar tvær helgar eru eins, því sölufólk kemur og fer og stoppar mislengi við. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um handverksfólkið á skrifstofu félagsins og hjá umsjónarmanni með…

Details

Sigurður og Drottningarnar

Hér sést harmonikkusveitin Sigurður og Drottningarnar  spila í Gamla salnum um liðna helgi. Með harmonikkuleikurunum kemur, að margra mati, hin eina sanna jólastemmning á markaðinn. Þeir leika fyrir gesti alla markaðsdaga fram að jólum.

Dagskrá sunnudagsins á Jólamarkaðnum

Sunnudagur 5. desember: Opið klukkan 11-17. Hestaleiga. Teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn kl 13-15. Klukkan  13 í Gamla sal:  Einar Kárason les úr bókinni Mér er skemmt. Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund. Varðeldur og upplestur. Hendrikka Waage les úr Rikku og töfrahringnum á Indlandi. Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Sigurður og…

Details

Mikið fjölmenni og þrír hestar við Elliðavatn

————————————————————————————————————– Mikið fjölmenni var á Jólamarkaðnum  Elliðavatni í dag í fyrsta flokks vetrarveðri, björtu, stilltu og köldu. Nokkrir hundar komu í heimsókn með eigendum sínum og þrír hestar voru í hestaleigunni sem er í túninu skammt frá bænum. Hestagerðið er við hliðina á Rjóðrinu í uþb. 100 metra fjarlægð frá bílastæðinu við bæinn á Elliðavatni. Í Rjóðrinu…

Details

Dagskrá helgarinnar 4.-5. desember

Um helgina verður fjölbreytt menningardagskrá á Jólamarkaðnum. Á fjórða tug hönnuða og handverksfólks selja hágæða vörur. Íslensk jólatré til sölu og hin vinsælu tröpputré. Tónlistarfólkið í rokna stuði, barnastund við varðeldinn í Rjóðrinu. Rithöfundar lesa úr verkum sínum og svo verða menn að bregða sé á bak á skógarhestunum! Umfram allt komið og njótið stórbrotinnar…

Details