Sigurður Pálsson heimsótti Jólamarkaðinn um helgina
Skáldið Sigurður Pálsson heimsótti okkur á Jólamarkaðinn og las úr Bernskubók sinni.
Skáldið Sigurður Pálsson heimsótti okkur á Jólamarkaðinn og las úr Bernskubók sinni.
Jólamarkaðurinn Elliðavatni verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-17. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra…
DetailsÁ dögunum var Helgi Gíslason framkvæmdastjóri félagsins í skógræktarferð í Hordalandsfylki í Noregi sem var skipulögð af Jóni Loftssyni skógræktarstjóra og Lofti Jónssyni fylkisskógarstjóra Hordalands. Þessi mynd er tekin í Kvinnherad í Harðangursfyrði þar sem verið er að skoða tilraunasvæði með tegundum og kvæmum. Íslenskir skógræktarmenn gróðursettur þennan myndarlega lerkiskóg í skógræktarferð til Noregs 1958
Alþjóðleg ráðstefna um ástand og horfur skóga heimsins verður haldin í Kaldalóni i Hörpu 22. október 2011. Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu Skógræktar ríkisins (hér).
DetailsErum í óða önn að bóka söluborð á Jólamarkaðnum Elliðavatni í Heiðmörk. Hann hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna og verður nú haldinn fimmta árið í röð, fjórar helgar fyrir jólin. Auk sölu félagsins á jólatrjám, tröpputrjám og eldivið eru eftirfarandi söluborð til leigu, -eingöngu íslenskt handverk: 12 söluborð í 6 jólahúsum á Hlaðinu. 8…
DetailsÞægileg gönguleið á Kistufell í Esju (um 840 m ) er upp suðausturhornið, amk. í góðu veðri á sumrin. Leggja má af stað frá Norður-Gröf, með leyfi húsráðenda ef því er að skipta. Á leiðinni er heilsað upp á Karlinn neðarlega í hlíðinni. Leiðin er ekki fjölfarin og óljós og ekki mælt með halarófu vegna…
DetailsAð undanförnu hafa nemendur úr grunnskólum borgarinnar gróðursett birkitré í Esju og er það hluti af Yrkjuverkefninu fyrir milligöngu Skógræktarfélagsins. Myndin var tekin 30. ágúst síðastliðinn þegar nemendur úr Tjarnarskóla komu og lögðu okkur lið ásamt kennurunum Sirrý og Þóri.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn um helgina og tókst í alla staði vel. Einn áningarstaða fundargesta var trjálundurinn Tröð við Hellissand. Á meðfylgjandi mynd sjást nokkir fundagesta slaka á í hinu klassíska skógarrjóðri. Þarna má greina amk. fjóra fulltrúa Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Esjudagur Ferðafélags Íslands og Valitors og Skógræktarfélagsins verður haldin sunnudaginn 28. ágúst næstkomandi. Boðið verður upp á gönguferðir upp Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ. Ferðafélag barnanna býður öllum börnum í ókeypis gönguferð fyrstu búðir Esju. Morgunganga, kvöldganga, skógarganga, kappganga, stafganga og fjölskylduganga í fylgd með fararstjórum FÍ og fleirum. Ratleikur, lifandi tónlist og margt fleira. Nánari dagskrá: Kvöldganga laugardaginn…
DetailsHér á síðunni má sjá lýsingar á nokkrum gönguleiðum í Esju og nú kemur ein í viðbót: Brattgengir borgarbúar sem vilja tilbreytingu frá hinni hefðbundnu gönguleið á Esjuna úr Kollafirði upp á Þverfellshorn –og sömu leið niður aftur,- geta sem best lagt á bílastæðinu austan við Esjuberg og gengið hinn svokallaða Gljúfurdalshring. Farið er með…
Details