Heimsókn í Skorradal

Starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur skrapp nýlega í fræðsluferð til starfsstöðvar Skógræktar ríkisins í Skorradal. Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, tók á móti hópnum og fræddi gestina um starfsemina. Meðal annars skoðaði hópurinn nýja flettisög, fór í skógargöngu og skoðaði grisjun á Stálpastöðum.

Skógurinn og við

Starfshópur um Alþjóðlegt ár skóga 2011 á Íslandi fékk leyfi Sameinuðu þjóðanna til að dreifa í grunnskóla landsins, 7 mínútna dvd-mynd, SKÓGURINN OG VIÐ (e. Of Forests and Men) sem sérstaklega var gerð í tilefni ársins. Höfundur myndar er hinn virti Yann Arthus-Bertrand. Þótt Alþjóðlegt ár skóga sé liðið stendur myndin enn fyrir sínu. Íslenska…

Details

Skógræktarfélag Reykjavíkur undirritar samstarfssamning um rekstur og þjónustu í Heiðmörk

Jón Gnarr borgarstjóri, Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður Skógræktarfélags Reykjavíkur og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, skrifuðu undir samstarfssamning þann 3. janúar, um rekstur og þjónustu í Heiðmörk. Sameiginlegt markmið aðila með samningnum er að standa vörð um neysluvatnsauðlindina í Heiðmörk, efla og bæta útivistarsvæði Reykvíkinga á svæðinu og gera það eftirsóknarverðara til útivistar. Auk vatnsverndar skal…

Details

Reykvíkingar – heilbrigð og vistvæn jólatré ræktuð í garðinum okkar allra – Heiðmörk

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður opin kl. 11-16 um helgina. Til sölu eru hin frábæru tröpputré og nýhöggvin heilbrigð jólatré af ýmsum stærðum og gerðum. Þá verður jafnframt á boðstólum fjölbreytt úrval af glæsilegu íslensku handverki til sölu. Hestar á Jólamarkaðnum  Hestar verða á Jólamarkaðnum milli kl. 14 og 15 báða dagana og verður teymt undir börnum…

Details

Jón Gnarr borgarstjóri opnar jólaskóginn í Grýludal

Jón Gnarr, borgarstjóri og fyrrverandi skógarhöggsmaður, opnar Jólaskóginn í Grýludal í Heiðmörk formlega með því að fella fyrsta tréð laugardaginn 8. desember kl. 11. Jólaskógurinn er svo opinn þeim sem vilja koma og höggva sitt eigið jólatré allar helgar fram að jólum frá kl. 11-16. Jólasveinar verða á sveimi í skóginum og boðið er upp á…

Details

Jólamarkaðurinn opnaður

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opnaði síðustu helgi með pompi og prakt. Hann verður opinn allar helgar fram að jólum (sjá nánar í valmynd hér til vinstri). Hér má sjá nokkrar myndir frá fyrstu helginni.

Skemmtilegt viðtal

Í sérstöku Jólablaði Fréttablaðsins þann 27. nóvember má lesa áhugavert viðtal við Þorvald S. Þorvaldsson um heimsóknir í jólaskóga skógræktarfélaganna. Viðtalið má skoða hér (pdf).

Allt á fullu í jólaundirbúningi

Nú er aðventan á næsta leyti og allt komið á fullt hjá félaginu að undirbúa bæði Jólamarkaðinn á Elliðavatni og Jólaskóginn í Grýludal, auk þess sem félagið útvegar ýmsum aðilum skreytitré af ýmsum stærðum. Hér má sjá starfsmenn félagsins að störfum að fást við jólatré af stærri gerðinni.

Skógartíðindi 2012 komin út

Skógartíðindi, fréttablað Skógræktarfélags Reykjavíkur, fyrir árið 2012 er komið út. Í því má finna umfjöllun um Jólamarkaðinn á Heiðmörk og Jólaskóginn í Grýludal.  Blaðið er einnig aðgengilegt á heimasíðu félagsins, undir Útgáfa (hér). 

Details