Heiðmarkartré í Þórshöfn
Mikil viðhöfn var Þórshöfn þegar tendruð voru ljós á þessu fallega jólatré sem Reykjavík færði þeim og er úr Heiðmörk. Stigin var dans og sungið og tekið var á móti okkur af mikilli vináttu og frændskap.
Mikil viðhöfn var Þórshöfn þegar tendruð voru ljós á þessu fallega jólatré sem Reykjavík færði þeim og er úr Heiðmörk. Stigin var dans og sungið og tekið var á móti okkur af mikilli vináttu og frændskap.
Jólamarkaðurinn Elliðavatni verður nú haldinn í sjötta sinn og opnar laugardaginn 30. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin frá klukkan 11-16. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra…
DetailsÁ fundi fulltrúa Skógræktarfélags Reykjavíkur um útivistarskóga í borginni með borgarstjóra og fulltrúum hans að Elliðavatni þann 17. janúar árið 2012 var samþykkt að Skógræktarfélag Reykjavíkur ynni samantekt um skógræktarstefnu borgarinnar sem gæti orðið grunnur að stefnumörkun borgarinnar í skógrækt við vinnslu aðalskipulags. Var í kjölfarið skipaður starfshópur til að vinna þessu af hendi félagsins,…
DetailsNý skógræktarbók „ Skógarauðlindin – ræktun, umhirða og nýting er komin út. Bókin hentar skógarbændum og öllum sem áhuga hafa á skógrækt. Bókin er gefin út af verkefninu Kraftmeiri skógi, í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landssamtök skógareigenda. Bókin kostar 5.100 krónur, auk sendingarkostnaðar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands (hér).
DetailsÍslandshótel hf. veitir tveggja milljón króna styrk til gróðursetningar og endurbóta á útivistar aðstöðu í Esjunni. Íslandshótel hf. veittu Skógræktarfélagi Reykjavíkur tveggja milljóna króna styrk til að gróðursetja og bæta aðstöðu ferðafólks í Esjuhlíðum sem er eitt af vinsælustu útvistarsvæðum höfuðborgarsvæðisins. Íslandshótel hf. veittu Skógræktarfélagi Reykjavíkur tveggja milljóna króna styrk til að gróðursetja og bæta…
DetailsSkógræktaraðilar á Suðurlandi, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu voru á námskeiði á Elliðavatni um ræktun jólatrjáa. Else Möller skógfræðingur kenndi. Þarna voru aðilar frá Skógrækt ríkisins, Landshlutabundnum skógræktarverkefnum, skógræktarfélögum og Landssambandi skógareigenda. Else fór kerfisbundið í gegn um alla helstu þætti ræktunar og markaðsmála. Námsefni hennar er hér http://heidmork.is/heidmork/ellidavatn-og-veidi
DetailsSteinunn Óskarsdóttir hannaði þetta glæsilega borðtennisborð sem verið var að setja upp í Furulundi. Að hönnun lokinni var BM-Vallá fengin til að smíða mót og steypa borðið. Það var síðan sett upp af starfsmönnum félagsins á skjólsælum stað í Furulundi.
Undir leiðsögn og verkstjórn Reynis Kristjánssonar unnu stjórn og starfsfólk Skógræktarfélags Reykjavíkur á árunum 2011 – 2012 að stefnumótun þeirri sem hér liggur fyrir. Stefnuplagg á að vera viðmiðun stjórnar og starfsfólks í daglegum ákvörðunum. Þar er reynt að meta alla stærstu þætti í starfi félagsins sem varða framtíð félagsins . Við komumst að niðurstöðu…
DetailsAnna Sigrún Böðvarsdóttir lést sl. laugardag og verður jarðsungin í dag, föstudaginn 20. september. Anna Sigrún ásamt fjölskyldu sinni annaðist um Elliðavatnsbæinn um árabil fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur. Gerði hún það af alúð og á þann hátt að þetta menningarhús héldi sem best reisn sinni. Skógræktarfélag Reykjavíkur færir Sigurði Sigfússyni og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur.
DetailsÞann 23 Ágúst var tekið á móti gestum í Vífilsstaðahlíð með veitingum í boði Skógræktarfélags Reykjavíkur. Við það tækifæri undirrituðu Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Þröstur Ólafsson formaður Skógræktarfélags Reykjvíkur samstarfsamning milli Garðabæjar og félagsins um rekstur á Garðabæjarhluta Heiðmerkur.