„Héldu að ég væri fluttur til Kanada“

Teitur Björgvinsson húsgagnasmiður er nýr starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hann sér um viðarvinnsluna og viðarverslunina í Heiðmörk. Teitur er alinn upp í Mosfellsbæ og sótti sem barn mikið í skóglendið umhverfis Reykjalund. Hann lærði húsgagnasmíði í Tækniskólanum og hefur reynslu af margskonar smíði. Allt frá viðhaldi húsa og spónalagningum til húsgagnasmíði og sérsmíði á innréttingum. „Svo…

Details

Stelpulundur til minningar um Elvu Gestsdóttur

Minningarlundur um Elvu Gestsdóttur var vígður þann 26. apríl þegar gróðursett voru tré og fallegum bekk komið fyrir við Elliðavatnið í Heiðmörk. Lundurinn er gjöf Bjartrar framtíðar til foreldra og vina Elvu sem lést árið 2022 aðeins 22 ára að aldri (sjá hér). Bekkurinn kemur frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og er úr ösp. Staðsetningin við vatnið…

Details

Ársskýrsla 2022

Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022 er komin út. Í ársskýrslunni er fjallað um starf félagsins á síðasta ári í máli og myndum. Meðal annars viðburði, svæðin sem félagið sér um, viðburði, gróðursetningar, samstarfsverkefni og margt fleira. Tölulegar upplýsingar eru aftast í skýrslunni. Til dæmis um hve margir tóku þátt í viðburðum á vegum félagsins, hve margar…

Details

Sumargleði við Elliðavatn á sumardaginn fyrsta!

Á sumardaginn fyrsta hefst veiðitímabilið í Elliðavatni. Af því tilefni bjóða Skógræktarfélag Reykjavíkur og Veiðikortið til veiðigleði kl. 10-14 fimmtudaginn 20. apríl við Elliðavatnsbæinn. Caddisbræðurnir Hrafn og Ólafur Ágúst ásamt Ólafi Tómasi í Dagbók Urriða veita leiðbeiningar og góð ráð og Skógræktarfélagið býður upp á gönguferð. Hressing í boði í tilefni dagsins – Allir velkomnir!…

Details

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2023

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2023 Þriðjudaginn 25. apríl klukkan 19 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.   Dagskrá aðalfundar: Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Kosningar samkvæmt félagslögum. Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins. Önnur mál, sem fram eru borin. Að loknum fundarstörfum verður flutt erindi um sjálfbæra nýtingu skógarafurða í Heiðmörk.  …

Details

Sumarstörf í Heiðmörk – umsóknir óskast

Skógræktarfélag Reykjavíkur auglýsir sumarstörf í Heiðmörk, annars vegar flokksstjórastöður og hins vegar stöður almennra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 23. apríl næstkomandi. ————– Flokkstjórar í skógrækt og almennri umhirðu í Heiðmörk Skógræktarfélag Reykjavíkur er sjálfstætt starfandi áhugamannafélag sem vinnur að skógrækt og landbótum ásamt uppbyggingu og umhirðu útivistarsvæða. Heiðmörk er í umsjón félagsins en svæðið nýtur…

Details

Góðir gestir í viðarvinnslunni

Fjöldi góðra gesta hefur komið í viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk undanfarnar vikur. Meðal annars nokkrir hópar nemenda sem vonandi eiga eftir að vinna mikið úr íslensku timbri á komandi árum og áratugum.  Nemendur í húsa- og húsgagnasmíði við Tækniskólann koma reglulega í vettvangskennslu í Heiðmörk. Þar er sagt frá skógrækt og sjálfbærri nýtingu skógarafurða.…

Details

Fræðsluganga um Kálfamóa á alþjóðlegum degi skóga

Skógur og heilsa er yfirskrift alþjóðadags skóga 2023. Í tilefni dagsins bíður Skógræktarfélag Reykjavíkur áhugasömum að taka þátt í fræðslugöngu um Kálfamóa við Keldur í Grafarvogi þriðjudaginn 21. mars kl. 18-19 (hópurinn hittist á bílastæðinu við aðalinngang sjá staðsetningu hér). Verið öll velkomin! Gangan er örstutt og þægileg en tilgangurinn er að kynna gróðurvinina í…

Details

Framlög til félagsins geta verið frádráttarbær

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur nú verið skráð á almannaheillaskrá. Gjafir og framlög til félagsins, frá einstaklingum og lögaðilum, geta nú verið frádráttarbær frá skatti. Á almannaheillaskrá eru óhagnaðardrifiin félög sem að verulegu leyti byggja „á vinnu sjálfboðaliða og með þjóðfélagslegan tilgang og samfélagsleg markmið  að leiðarljósi“ eins og segir á vef Skattsins.  Lögaðilar, svo sem fyrirtæki…

Details