Eldiviður – námskeið

Mánudaginn 23. maí kl. 18.30 – 20.30 standa Skógrtækarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélagið Ungviður fyrir námskeiði um eldivið að Mógilsá (sjá viðburð og staðsetningu hér). Það er spennandi að koma sér upp birgðum af eldiviði úr trjám sem feld eru í garðinum, sumarbústaðalandinu eða annars staðar. Til þess að tryggja að gæði eldiviðarins verði sem mest…

Details

Esjuhátið – vígsla Esjugerðis

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Esjuhátíðar á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí kl. 14-17. Tilefnið er vígsla Esjugerðis sem er æfingagerði sem komið hefur verið upp við Esjurætur. Gerðið er samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Fjallakofans sem kostar verkefnið. Í tilefni dagsins er boðið upp á gönguferðir um Esjurætur, upplýsingargjöf um útivistarmöguleika í Esju og kynningu og vígslu á…

Details

Skólabörn gróðursetja í Úlfarsfelli

Börn í 5. bekk Selásskóla og Norðlingaskóla gróðursettu hátt í 1000 birkiplöntur í Loftlagsskógum Reykjavíkurborgar í Úlfarsfelli þann 16. maí. Viðburðurinn var tilraunadagur vegna samstarfsverkefnis Skógræktarfélags Reykjavíkur og Miðstöðvar útilífs og útináms (MÚÚ) þar sem stefnt er að því að öll börn í Reykjavík gróðursetji einu sinni á skólagöngu sinni. Tekið var á móti tveimur…

Details

Ferli skapandi hugsunar

Námskeiðinu FERLI SKAPANDI HUGSUNAR lauk með yfirferð í LHÍ þann 10. maí. Fyrsta árs nemar í vöruhönnun við skólann sögðu frá verkum sínum sem unnin voru í tengslum við fimm daga dvöl þeirra hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk í byrjun apríl. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast þeim efniviði sem býr í skóginum í víðum skilningi.…

Details

Heimsókn frambjóðenda

Fulltrúar framboða til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík þáðu heimboð Skógræktarfélagsins á dögunum, en kjördagur er þann 14. maí. Formaður og framkvæmdastjóri kynntu fjölbreytta starfsemi félagsins. Gestirnir voru áhugasamir og gáfu sér góðan tíma en mikil og góð umræða varð um ýmis mál. Á meðal þess sem bar á góma var mikilvægi Heiðmerkur og Esjuhlíða, skógrækt í…

Details

Fjörugar umræður á vel sóttum aðalfundi

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöld í sal Garðyrkjufélagsins. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust fjörugar umræður um kolefnisbindingu, birkikynbætur og aðgengi að Heiðmörk. Jóhannes Benediktsson, formaður félagsins, setti fundinn klukkan átta. Áslaug Helgadóttir var valin fundarstjóri en Þorsteinn Tómasson fundarritari. Jóhannes, Aðalsteinn Sigurgeirsson varaformaður og Björn Thors endurnýjuðu umboð sitt í stjórn og…

Details

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022 Miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.   Dagskrá aðalfundar: Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Kosningar samkvæmt félagslögum. Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins. Önnur mál, sem fram eru borin. Að loknum fundarstörfum flytur Gústaf Jarl Viðarsson erindi um kolefnisbindingu í Heiðmörk.  …

Details

Nemar í vöruhönnun dvelja í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur á í gjöfullu samstarfi við Listaháskóla Íslands. Nemar úr ýmsum deildum skólans heimsækja viðarvinnslu félagsins í Heiðmörk og fá kynningu á starfsemi félagsins og þeim afurðum sem unnar eru úr skóginum. Samstarfið er Skógræktarfélaginu mikilvægt enda markmið þess að stuðla að skógarmenningu í sem víðustum skilningi. Fyrirséð er að efniviður úr skógi mun…

Details

Fjölmörg áhugaverð erindi á fagráðstefnu skógræktar

Um 150 sóttu í fagráðstefnu skógræktar í vikunni, í Haukadal. Þeirra á meðal flestir starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur.   Gústaf Jarl Viðarsson, einn af starfsmönnum félagsins, flutti erindi um rannsókn sína á kolefnisforða og kolefnisbindingu í Heiðmörk. Rannsóknin er lokaverkefni í M.Sc. námi við skógfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands.   Reynsla af verkefninu getur hjálpað til við mat…

Details