Á Reynivöllum í Kjós hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur umsjón með gömlum trjáreitum auk þess sem nokkuð er um nýgróðursetningar á svæðinu. Á Reynivöllum eru meðal annars ræktuð jólatré (aðallega blágreni, rauðgreni og stafafura) og hafa tré þaðan verið seld á Jólamarkaðnum við Elliðavatn.