Á Reynivöllum í Kjós er um fjórtán hektara skóglendi sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með. Hluti skóglendisins hefur náð ágætum aldri en einnig er nokkuð um nýgróðursetningar á svæðinu. Meðal tegunda eru blágreni, rauðgreni og stafafura. Reglulega er grisjað á svæðinu og hefur hluti grisjunarefnisins verið nýttur sem jólatré og skrautgreinar.