FellsmorkÁrið 1989 leigði Skógræktarfélag Reykjavíkur jarðirnar Fell, Álftagróf og Keldudal í Mýrdalshreppi. Var svæðið um 300 ha að stærð og nefnt Fellsmörk. Almenningi var boðið að fá 1 ha spildur á svæðinu gegn því að rækta þar skóg. Fyrirkomulagið var þannig að landnemar fengu úthlutað landskika til plöntunar gegn gjaldi.  Þeir sjá sjálfir annast kaup á plöntum sem voru upphaflega innifaldar í árgjaldi og úthlutað af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Seinna hætti Skógræktarfélag Reykjavíkur plöntusölu og sáu landnemar sjálfir þá um að útvega plöntur sem hafa seinni árin komið frá Landgræðsluskógaverkefninu, landnemum að kostnaðarlausu.  Gegn því að annast skógrækt á svæðinu og greiða leigu hafa landnemar rétt til byggingar sumarbústaða á sínum skikum. Um 130 manns sóttu um að fá spildu á svæðinu. Stofnfundur landnema Fellsmerkur var haldinn 10. apríl 1990 en á hann mættu 38 manns. Gróðursetning hófst árið 1990 en í dag eru um 40 bústaðir á svæðinu.

Félag Landnema í Fellsmörk er hagsmunafélag landnema á Fellsmörk og er tilgangur þess að gæta hagsmuna landnema i málum er snerta lönd þeirra og leigurétt og koma sameiginlega fram fyrir þeirra hönd.

Hér má nálgast heimasíðu Félags Landnema í Fellsmörk.