Stígurinn á Þverfellshorn er aðalgönguleiðin á svæðinu og liggur í gegnum öll hæðarbelti frá bílastæði og uppá útsýnisskífu á Þverfellshorni í um 720 m yfir sjávarmálir. Stígurinn verður byggður upp sem vönduð gönguleið fyrir allan almenning. Þverfellsstíg tengjast síðan aðrar miserfiðar leiðir sem eykur á fjölbreytni svæðisins. Heildarlengd Þverfellsleiðar til og frá bílastæði er um 8.0 km.

esja_tverfellshorn