Langimelur. Þessi leið  liggur um sögusvið  Kjalnesingasögu. Gengið er t.d. frá þjónustumiðstöð upp í gegnum skógræktina og upp á Grjótbrún. Þaðan inn með Laugarbrekkum og litið á Kollsgil. Yfir Kollafjarðará á nýrri brú og inn að Langamel. Þaðan norður að Kollafjarðarrétt og síðan niður við Arnarhól þar sem Örn austmaður var vegin og niður á Kollafjarðareyrar. Síðan með vatnsbakka fiskeldistjarnanna og til baka. Heildarlengd um 4.0 km.

esja_langimelur2