Langihryggur. Hringleið í neðri hlíðum Esju sem liggur um Langahrygg og tengist Þverfellsleið undir klettabelti Þverfellshorns. Lagt er til að sett verði útsýnisskífa við enda hryggjarins þar sem víðsýnt er yfir Kjalarnes og höfuðborgarsvæðið. Leiðin getur verið í notkun stóran hluta úr ári, m.a. á þeim tíma sem torfært  er upp á Þverfellshorn. Hægt er að velja tvær leiðir frá/að bílastæði, um Fögrudali og tengjast Þverfellsleið rétt neðan göngubrúar Ferðafélagsins yfir Mógilsá, eða um Skarðdali og þaðan meðfram Djúpagili niður í birkikjarrið. Leiðirnar eru svipaðar að lengd. Heildarlengd til og frá bílastæði um Þverfellsleið er um 7.0 km

esja_langimelur