Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á stígakerfi útivistarsvæðisins í Esjuhlíðum. Stígir og vegir hafa verið lagaðir og stækkaðir auk þess sem nýtt bílastæði hefur verið lagt við Kollafjarðará. Markmið framkvæmdanna er að bæta enn útivistarsvæðið með því að gera stíga betri og öruggari, auðvelda aðgengi, stækka útivistarsvæðið, koma í veg fyrir árekstra ólíkra hópa útivistarunnenda.

Við stígagerð hafa eftirfarandi sjónarmið verið höfð að leiðarljósi:

  • að tryggja sem best öryggi göngufólks.
  • að sem minnst spjöll verði á gróðri og jarðmyndunum.
  • að stígar fari vel í landi og verði aðstandendum til sóma.
  • að notað verði efni á staðnum eftir því sem unnt er.
  • að viðhald verði sem minnst.

Um útivistarsvæðið í Esjuhlíðum liggja fjölförnustu leiðir upp á Esju og þúsundir manna fara þar um upp á fjallið. Fréttum um Esjuhlíðar er safnað saman á síðunni undir merkinu Esjufréttir.

esja-yfirlitskort