Skipulagið sýnir í stórum dráttum hvernig göngustígakerfið er skipulagt, stígarnir verða aðlagaðir aðstæðum á hverjum stað og er reiknað með að tengistíga og styttri þverleiðir munu bætast við í framtíðinni þegar skógur fer að þéttast.
Við stígagerð verði gætt eftirfarandi sjónarmiða:

  • að tryggja sem best öryggi göngufólks.
  • að sem minnst spjöll verði á gróðri og jarðmyndunum.
  • að stígar fari vel í landi og verði aðstandendum til sóma.
  • að notað verði efni á staðnum eftir því sem unnt er.
  • að viðhald verði sem minnst.

Um útivistarsvæðið í Esjuhlíðum liggja fjölförnustu leiðir upp á Esju og þúsundir manna fara þar um upp á fjallið. Undanfarin ár hefur verið unnið að stígagerð en geysilegt verkefni er framundan. Margir hafa lagt hönd á plóginn og styrkt verkefnið. SPRON hefur lagt umtalsverða fjármuni til verksins. Þá hafa breskir sjálfboðaliðar unnið í fjallinu og hefur Skógræktarfélagið borið kostnaðinn af starfi þeirra. Leitað er styrkja til frekari stígagerðar. Stígagerð í fjallendi er kostnaðarsamt en ögrandi verkefni.

esja-yfirlitskort