Þvörusleikir kom í dag,

Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Svona orti Jóhannes úr Kötlum um Þvörusleiki, sem kom aðeins of  snemma til byggða og birtist óvænt á Jólamarkaðnum  Elliðavatni í dag.

Mikið um að vera í Heiðmörkinni í dag

Jólaskógurinn og Jólamarkaðurinn verða opnir meðan dagsbirtu nýtur. Nú skartar Heiðmörkin sínu fegursta og veðurspáin ekki amaleg fyrir þennan daginn. ´ Í Grýludal er mikið úrval jólatrjáa og í bækistöð skógarvarðarins er boðið upp á kakó og piparkökur auk þess sem jólasveinar taka þátt í fjörinu. Á Jólamarkaðnum Elliðavatni er sem fyrr fjölbreytt úrval af…

Jólaskógurinn vinsæli opnar á nýjum stað!

Jólaskógurinn verður nú opinn á nýjum stað eða í Grýludal við Hjallabraut (sjá kort). Þar eru þúsundir glæsilegra jólatrjáa við allra hæfi.  Fyrirkomulagið verður annars það sama og áður: Opið klukkan 11-16 tvær helgar fyrir jól. Jólatré að eigin vali, verð 6.000 krónur. Jólasveinar, kakó, piparkökur og varðeldur. Tilvalið fyrir fjölskylduna að velja sitt eigið…

Dagskrá næstu helgar á markaðnum

Laugardagur 10. desember Klukkan 13:  Sr Solveig Lára Guðmundsdóttir les úr Aðgát skal höfð í nærveru sálar í Gamla sal. Klukkan 14:  Bryndís Björgvinsdóttir les úr Flugunni sem stöðvaði heiminn í Rjóðrinu. Klukkan 15:  Harmonikkusveitin Fönix spilar fyrir gesti í Gamla sal. Klukkan 14-15:  Teymt undir börnum í hestagerði. Íslenski Hesturinn ehf.      Sunnudagur…

Dagskráin um næstu helgi á Jólamarkaðnum

Laugardagur 3. desember: Klukkan  13:  Guðmundur Andri Thorsson les úr Valeyrarvalsinum í Gamla sal. Klukkan 14:  Margrét Örnólfsdóttir les úr bókinni Með heiminn í vasanum í Rjóðrinu. Klukkan 15:  Harmonikkuhjónin Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson í Gamla sal. Klukkan 14-15:  Hestaleiga. Teymt undir börnum í hestagerði. Íslenski Hesturinn ehf.      Sunnudagur 4. desember:…

Tveir góðir á Hlaðinu

Þessir tveir biðu þolinmóðir undir tröpputrjám á Hlaðinu um helgina á meðan fjölskyldan skoðaði vinsælu spilin í jólahúsi Stefáns Péturs Sólveigarsonar. Stefán Pétur verður hjá okkur fram að jólum. Við höfum ekki nafn fjölskylduföðursins, en hundurinn heitir Bassi og er enskur labrador.