Ljósin tendruð á jólatrjánum í Þórshöfn og á Austurvelli

Ljósin á Þórshafnartrénu voru kveikt á Tinghúsvellinum í Færeyjum á laugardaginn var. Sú hefð hefur myndast að Reykvíkingar gefi Færeyingum jólatré og var það fyrst gert árið 2013. Tréð var fellt í Heiðmörk á sama tíma og Oslóartréð og flutt til Þórshafnar með Eimskipum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi afhenti tréð og flutti kveðju frá Íslandi…

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnar um helgina

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnar nú um helgina. Sú skemmtilega hefð hefur skapast að sönghópur úr Norðlingaskóla syngi jólalög við opnun markaðirins. Jólamarkaðurinn er haldinn af Skógræktarfélagi Reykjavíkur allar aðventuhelgar og fer fram við Elliðavatnsbæinn (sjá hér). Ljúf og notaleg stemmning er ríkjandi á markaðnum og er ljúfur söngur sannarlega mikilvægur hluti þess.   Jólamarkaðurinn opnar…

Níræðisafmælisgjöf deilt með gestum Heiðmerkur

Vilhjálmur Sigtryggsson fagnaði níræðisafmæli sínu í vor. Í afmælisgjöf var ákveðið að smíðaður yrði bekkur og honum komið fyrir á fallegum stað í Heiðmörk. Bekkurinn var vígður 23. nóvember. Hann er í rjóðri í Ferðafélagsreitnum við Skógarhlíðarkrika. Leitast var við að hafa aðgengi að staðnum sem best. Stuttur göngustígur er frá bílastæðinu að rjóðrinu og…

Skógarleikarnir 2019

Skógarmenning

„Sóltjald“ er það kallað sunnar í álfunni. En á Íslandi var það lengi vel kallað „skjóltjald“ eða „vindtjald“. Á sumrin er enda oft hlýtt ef maður er í skjóli fyrir bölvuðum næðingnum. Af honum er nóg, ef ekki er skjól af tjaldi eða húsvegg eða trjágróðri. Að fara í útilegu eða lautarferð í skjóli trjáa…

Oslóartréð og Þórshafnartréð felld í Heiðmörk

Oslóartréð og Þórshafnartréð voru felld í Heiðmörk á laugardag. Oslóartréð er 14 metra hátt sitkagrenitré sem er um 70 ára gamalt.   Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi tréð sjálfur, með dyggri aðstoð Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar í Heijðmörk. Tréð sem varð fyrir valinu stóð í landnemaspildu Norska félagsins, sem er sérlega viðeigandi.  Oslóarborg hefur gefið Reykvíkingum…

Jólamarkaður í Heiðmörk, Jólaskógur og jólatrjáasala á Lækjartorgi

Jólamarkaður, Jólaskógur og jólatrjáasala á Lækjartorgi Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum í aðdraganda jólanna þar sem notaleg jólastemning og skógrækt eru í forgrunni. Jólamarkaður verður í Heiðmörk, Jólaskógur á Hólmsheiði og jólatrjáasala á Lækjartorgi.   Jólamarkaðurinn í Heiðmörk Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk er haldinn allar aðventuhelgar kl. 12-17 af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Undanfarin ár…

Undirbúningur fyrir Jólamarkaðinn í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Jólamarkaðinn í Heiðmörk, sem haldinn er allar aðventuhelgar, er nú í fullum gangi. Verið er að setja upp nýja jólaseríu á Elliðavatnsbæinn, jólahúsin eru komin á torgið og byrjað er að sækja lítil jólatré út í skóg til útbúa hin sívinsælu tröpputré. Miðað er við að Jólamarkaðurinn verði með hefðbundnustu sniði, þ.e. fullskipaður…

Könglatínsla í Heiðmörk

Laugardaginn 23. október kl. 13 býður Skógræktarfélag Reykjavíkur áhugasömum að tína stafafuruköngla í Heiðmörk. Hópurinn hittist við bílastæðið vestan við Þjóðhátíðarlund (sjá hér). Allir könglar sem tíndir verða þennan dag verða seldir til Skógræktarinnar sem safnar fræjum úr könglunum. Ágóðinn af könglatínslunni fer til gróðursetningar á þeim svæðum sem brunnu í Heiðmörk síðastliðið vor. Áður en haldið er…

4.000 rótarskot gróðursett við Hnífhól

Um 4.000 rótarskot voru gróðursett í Heiðmörk nýlega. Trjáplönturnar voru gróðursettar í nágrenni Hnífhóls, við svæðið þar sem gróðureldar ollu talsverðum skemmdum í vor. Björgunarsveitafólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur sáu um gróðursetninguna. Notast var við snjóbíla til að flytja plöntur og mannskap að gróðursetningarsvæðinu. Uppgræðslan kallaðist þannig fallega á við slökkvistarfið…

Jólamarkaður – opið fyrir umsóknir

Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk verður allar aðventuhelgar 2021. Með markaðnum vill Skógræktarfélag Reykjavíkur stuðla að ævintýralegri skógarupplifun í vetrarparadísinni Heiðmörk. Lögð er áhersla á ljúfa og notalega stemmningu en heimsókn á Jólamarkaðinn í Heiðmörk hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá fjölmörgum.   Á markaðinum selur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólatré og aðrar skógarafurðir. Boðið…