Ryðelri (Alnus rubra)

Ryðelri er af bjarkarætt og náskylt birki. Þessar ættkvíslir er líkar í útliti en þegar þær eru skoðaðar nánar grasafræðilega, sést að ýmislegt er ólíkt. Eitt af því sem er ólíkt eru fræreklarnir. Á elri eru þeir trjákenndir líkt og könglar barrviða. Annað sem einkennir elri er að á rótum trjánna eru ryðbrúnir hnúðar með…

Sitkagreni (P. sitchensis)

Sitkagreni er stórvaxnasta grenitegundin hér á landi og eitt mikilvægasta skógartré landsins. Hæsta tré á Íslandi er sitkagreni sem vex við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. Tréð var gróðursett árið 1949 og hefur að öllum líkindum náð 30 metra hæð sumarið 2022.   Sitkagreni er einstofna með breiða keilulaga krónu. Trén eiga það til að vera stór…

Skíðagöngudagur í Heiðmörk

Laugardaginn 12. febrúar, klukkan 12 til 15 efna Skógræktarfélagið og Skíðagöngufélagið Ullur til skíðagöngudags fyrir alla fjölskylduna við Elliðavatnsbæinn. Gestum, börnum og fullorðnum gefst kostur á að fá lánuð gönguskíði til að prófa og börnum verður boðið upp á leiðsögn og að taka þátt í skíðaleikjum. Kaffi & kakósala á staðnum. Ekkert kostar að vera…

Loksins gönguskíðafæri í Heiðmörk

20 sentimetra jafnfallinn snjór var í Heiðmörk á þriðjudagsmorgun þegar starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur mættu til vinnu. Loksins hægt að troða gönguskíðabrautir og prófa nýju gönguskíðabrautina sem liggur frá Elliðavatnsbænum.   Búið er að ryðja veginn að Elliðavatnsbænum, framhjá Rauðhólum og yfir brúna við Helluvatn. Hann er því fær bílum. Hins vegar er ófært um Heiðmerkurveg…

Birki (Betula ssp)

Birki er eina trjátegundin sem myndar samfellt skóglendi á Íslandi. Talið er að birki hafi þakið um þriðjung af yfirborði landsins við landnám. Nú er þetta hlutfall rétt undir tveimur hundraðshlutum. Íslenska birkið hefur lengi verið lágvaxið og kræklótt, enda ræktað niður með rányrkju kolagerðar og búfjárbeitar. Með markvissri ræktun hefur eru að verða til…

Umhverfislistaverk, nýir stígar og nýr áningarstaður í Finnmörk

Finnmörk er landnemaspilda Finna í Heiðmörk, við Strípsveg, nærri Skógarhlíð. Mikið var gróðursett í Finnmörk á níunda áratugnum en síðustu ár hefur starfið þar legið nokkuð í láginni. Þar til nú. Síðasta haust voru stígar á svæðinu skipulagðir og talsvert gróðursett af nýjum trjáplöntum – finnskum birki-, greni-, og furutrjám. Til stendur að leggja göngustíga…

Nýtt, hnitmerkt kort af Esjuhlíðum

Nýtt, hnitmerkt kort hefur verið útbúið af útivistarsvæðinu í Esjuhlíðum, með nákvæmum lýsingum á stígakerfi svæðisins. Kortið er aðgengilegt hér og hægt að hlaða því niður hér. Þá er búið að setja nýja kortið á skiltið við bílastæðið neðan Þverfellshorns. Esjuhlíðar eru eitt vinsælasta og stærsta útivistarsvæði landsins. Stígakerfi svæðisins hefur verið stækkað mikið undanfarin…

Norðmenn gefa „skileik“ útbúnað fyrir gönguskíðaleiki í Heiðmörk

Höfðingleg gjöf barst nýlega frá sendiráði Noregs á Íslandi – búnaður fyrir skileik. „Skileik“ er skemmtileg leið til að læra á gönguskíði gegnum þrautir og leiki. Börn frá leikskólaaldri og uppúr geta þannig kynnst gönguskíðum á aðgengilegan hátt auk þess sem skileik hentar vel til að læra jafnvægi og ná færni á skíðum.   Skileik…

Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar

Um helgina opnar Jólaskógurinn á Hólmsheiði og verður hann opinn allar helgar fram að jólum kl. 11-16. Í Jólaskóginum er hægt að höggva sitt eigið jólatré og gæða sér á skógarkaffi, kakói og kruðeríi. Gestir geta fengið sagir á staðnum, sem sótthreinsaðar eru á milli gesta, en þeir sem geta eru hvattir til að taka…