Garðahlynur (Acer pseudoplatanus)

Garðahlynur er stórvaxið lauftré. Náttúrulegt útbreiðslusvæði hans er um svo til alla Evrópu en þar að auki hefur hann verið fluttur og gróðursettur víða um heim. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í fjalllendi Evrópu frá Spáni og austur í Kákasusfjöll. Garðahlynur hefur breiðst út norður eftir Evrópu allt til Tromsö í Noregi. Þá þrífst tegundin allvel…

Fé úr Heiðmerkurþraut fer í stígagerð í Heiðmörk

Þríþrautarfélagið Ægir3 stóð fyrir Heiðmerkurþrautinni síðasta haust. Félagið vildi leggja sitt af mörkum til að styrkja Skógræktarfélag Reykjavíkur og efla stígagerð í Heiðmörk. Enda eru góðir stígar og öflugir innviði forsenda skemmtilegrar og fjölbreyttrar útivistar. Skráningargjald þátttakenda í Heiðmerkurþrautinni 2021 var því látið renna til félagsins. Við þökkum Ægi3 fyrir framlag sitt til Heiðmerkur. Heiðmerkurþrautin…

Blæösp (Populus tremula)

Blæösp er ein af örfáum trjátegundunum á Íslandi sem telst vera íslensk. Hún hefur fundist á sex stöðum á landinu, fimm á Austfjörðum og ein í Garði í Fnjóskárdal. Blæaspir eru ein útbreiddasta trjátegund veraldar. Útbreiðslusvæðið nær frá Íslandi austur í Kamsjatka og suður í Atlasfjöll. Frænka hennar, nöturöspin, liggur svo þvert yfir Norður-Ameríku á…

Víðir (salix)

Ættkvíslin Salix (víðir) hefur að geyma u.þ.b. 400 tegundir af lauffellandi trjám og runnum sem vaxa fyrst og fremst í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á norðurhveli jarðar. Sumar víðitegundir, einkum þær sem vaxa á heimsskautasvæðum eða hátt til fjalla (s.s. grasvíðir eða smjörlauf; Salix herbacea), eru jarðlægir runnar. Grasvíðirinn nær sjaldnast að…

Fjörugar umræður á vel sóttum aðalfundi

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöld í sal Garðyrkjufélagsins. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust fjörugar umræður um kolefnisbindingu, birkikynbætur og aðgengi að Heiðmörk. Jóhannes Benediktsson, formaður félagsins, setti fundinn klukkan átta. Áslaug Helgadóttir var valin fundarstjóri en Þorsteinn Tómasson fundarritari. Jóhannes, Aðalsteinn Sigurgeirsson varaformaður og Björn Thors endurnýjuðu umboð sitt í stjórn og…

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2022 Miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.   Dagskrá aðalfundar: Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. Kosningar samkvæmt félagslögum. Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins. Önnur mál, sem fram eru borin. Að loknum fundarstörfum flytur Gústaf Jarl Viðarsson erindi um kolefnisbindingu í Heiðmörk.  …

Fjölmörg áhugaverð erindi á fagráðstefnu skógræktar

Um 150 sóttu í fagráðstefnu skógræktar í vikunni, í Haukadal. Þeirra á meðal flestir starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur.   Gústaf Jarl Viðarsson, einn af starfsmönnum félagsins, flutti erindi um rannsókn sína á kolefnisforða og kolefnisbindingu í Heiðmörk. Rannsóknin er lokaverkefni í M.Sc. námi við skógfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands.   Reynsla af verkefninu getur hjálpað til við mat…

Takk fyrir ánægjulegan gönguskíðavetur!

Snjó hefur tekið upp í Heiðmörk undanfarna daga og ekki hægt að troða frekari brautir eins og staðan er. Svo framarlega sem það gerir ekki almennilegt páskahret, hefur vélsleðanum verið lagt að sinni. Mögulega er þó enn hægt að finna einstaka skafla fyrir utanbrautarskíði. Við hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur þökkum fyrir ánægjulegan gönguskíðavetur. Mikil umferð gönguskíðafólks…

Ryðelri (Alnus rubra)

Ryðelri er af bjarkarætt og náskylt birki. Þessar ættkvíslir er líkar í útliti en þegar þær eru skoðaðar nánar grasafræðilega, sést að ýmislegt er ólíkt. Eitt af því sem er ólíkt eru fræreklarnir. Á elri eru þeir trjákenndir líkt og könglar barrviða. Annað sem einkennir elri er að á rótum trjánna eru ryðbrúnir hnúðar með…

Sitkagreni (P. sitchensis)

Sitkagreni er stórvaxnasta grenitegundin hér á landi og eitt mikilvægasta skógartré landsins. Hæsta tré á Íslandi er sitkagreni sem vex við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. Tréð var gróðursett árið 1949 og hefur að öllum líkindum náð 30 metra hæð sumarið 2022.   Sitkagreni er einstofna með breiða keilulaga krónu. Trén eiga það til að vera stór…