Þrjár góðar á Jólamarkaðnum um helgina
Unnur á harmonikku, Fanný með kynningarmálin og Elínborg á kaffistofunni.
Unnur á harmonikku, Fanný með kynningarmálin og Elínborg á kaffistofunni.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur og fjölskylda leituði -og fundu- sitt jólatré í dag í Hjalladal í Heiðmörk. Þar var opnaður Jólaskógur og verður nú opinn tvær helgar fram að jólum klukkan 10-16
Það er óhætt að segja að mikið sé um að vera hjá Skógræktarfélaginu á næstunni. Nú styttist í jólin og félagið verður með jólatrjáasölu á þremur stöðum: 1. Jólatrjáasalan í Kauptúni Garðabæ opnar 10. desember. Þetta er í Kauptúni 3 við hliðina á Bónusi nálægt Ikea og er það í fyrsta sinn sem félagið er…
Þriðja helgi Jólamarkaðarins á Elliðavatni er framundan og verður mikið um að vera eins og áður, öll söluborð pöntuð og fjölbreytt íslenskt handverk í boði. Við vekjum athygli á að engar tvær helgar eru eins, því sölufólk kemur og fer og stoppar mislengi við. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um handverksfólkið á skrifstofu félagsins og hjá umsjónarmanni með…
Hér sést harmonikkusveitin Sigurður og Drottningarnar spila í Gamla salnum um liðna helgi. Með harmonikkuleikurunum kemur, að margra mati, hin eina sanna jólastemmning á markaðinn. Þeir leika fyrir gesti alla markaðsdaga fram að jólum.
Sunnudagur 5. desember: Opið klukkan 11-17. Hestaleiga. Teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn kl 13-15. Klukkan 13 í Gamla sal: Einar Kárason les úr bókinni Mér er skemmt. Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund. Varðeldur og upplestur. Hendrikka Waage les úr Rikku og töfrahringnum á Indlandi. Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Sigurður og…
————————————————————————————————————– Mikið fjölmenni var á Jólamarkaðnum Elliðavatni í dag í fyrsta flokks vetrarveðri, björtu, stilltu og köldu. Nokkrir hundar komu í heimsókn með eigendum sínum og þrír hestar voru í hestaleigunni sem er í túninu skammt frá bænum. Hestagerðið er við hliðina á Rjóðrinu í uþb. 100 metra fjarlægð frá bílastæðinu við bæinn á Elliðavatni. Í Rjóðrinu…
Um helgina verður fjölbreytt menningardagskrá á Jólamarkaðnum. Á fjórða tug hönnuða og handverksfólks selja hágæða vörur. Íslensk jólatré til sölu og hin vinsælu tröpputré. Tónlistarfólkið í rokna stuði, barnastund við varðeldinn í Rjóðrinu. Rithöfundar lesa úr verkum sínum og svo verða menn að bregða sé á bak á skógarhestunum! Umfram allt komið og njótið stórbrotinnar…
Þórarinn Eldjárn las úr bók sinni og Sigrúnar Eldjárn: Árstíðirnar í Barnastund í Rjóðrinu um síðustu helgi.
Harmonikkuleikarar koma á hverju ári á Jólamarkaðinn og spila fyrir gesti við miklar vinsældir. Hér birtist mynd af Smáranum sem spilaði úti á Hlaði á laugardaginn þrátt fyrir 10 stiga frost!