Vígsluflöt – Rariklundur

Heiðmörk var stofnuð formlega 25. júní 1950 á Vígsluflöt. Á vígsluhátíðinni gróðursetti þáverandi borgarstjóri Gunnar Thoroddsen sitkagreniplöntu sem í dag er myndarlegt tré. Á 50 ára afmæli Heiðmerkur gróðursetti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi borgarstjóri ilmreyni á Vígsluflöt. Á Vígsluflöt eru grill, borð og bekkir, bílastæði og salerni. Svæðið getur rúmað um 70 – 100 manns.

 

borgarstplanvigsluflot1net-1