Árið 1958 varð Vífilsstaðahlíð hluti af Heiðmörk eftir samninga milli Skógræktarfélags Reykjavíkur og stjórnar ríkisspítalanna. Þá var strax hafist handa við gróðursetningu þar. Í Vífilsstaðahlíð er einnig að finna trjásafn sem Skógræktarfélag Reykjavíkur byrjaði að gróðursetja árið 1990. Í Vífilsstaðahlíð er yfirbyggt grill og bílastæði.

vifilstadahlid2net