Skógræktarfélag Reykjavíkur stofnaði Þjóðhátíðarlund árið 1974 til að minnast 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar og jafnframt 75 ára afmælis skógræktar á Íslandi. Þjóðhátíðarlundur er í Löngubrekkum og skammt frá eru Hulduklettar. Í Þjóðhátíðarlundi er grill, borð og bekkir, bílastæði, leiktæki og fótboltavöllur. Svæðið hentar vel fyrir stærri hópa eða 70 – 100 manns.

thjodhatidarlundurogsarnet