Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar

Um helgina opnar Jólaskógurinn á Hólmsheiði og verður hann opinn allar helgar fram að jólum kl. 11-16. Í Jólaskóginum er hægt að höggva sitt eigið jólatré og gæða sér á skógarkaffi, kakói og kruðeríi. Gestir geta fengið sagir á staðnum, sem sótthreinsaðar eru á milli gesta, en þeir sem geta eru hvattir til að taka…

Ljósin tendruð á jólatrjánum í Þórshöfn og á Austurvelli

Ljósin á Þórshafnartrénu voru kveikt á Tinghúsvellinum í Færeyjum á laugardaginn var. Sú hefð hefur myndast að Reykvíkingar gefi Færeyingum jólatré og var það fyrst gert árið 2013. Tréð var fellt í Heiðmörk á sama tíma og Oslóartréð og flutt til Þórshafnar með Eimskipum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi afhenti tréð og flutti kveðju frá Íslandi…