„Skógarnytjar“ – samstarf Skógræktarfélags Reykjavíkur og Tækniskólans
Skógræktarfélag Reykjavíkur og Tækniskólinn hafa gert með sér samstarfssamning um verkefnið Skógarnytjar. Verkefnið felur í sér að nemendur í trésmíði fái að kynnast skógrækt og viðarvinnslu frá fyrstu hendi. Stefnt er að því að allir nemendur í húsgagna- og húsasmíði við Tækniskólann komi í heimsókn í Heiðmörk einhvern tíma á námstímanum. Þar verður boðið upp…