Fræðsla um vatnið, flakað og grillað í kvöld kl 20
Hinn landsþekkti fiskifræðingur Jón Kristjánsson mun fræða gesti og gangandi um fiskinn og lífið almennt í Elliðavatni á fræðslugöngu Skógræktarfélags Reykjavíkur í kvöld klukkan 20. Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbænum og eru allir velkomnir. Jón hefur sem kunnugt er miklar skoðanir á fiskifræðinni og stjórnun fiskveiða almennt, bæði í vatni og sjó, á veiðiaðferðum,…