Sjálfboðaliðar að vinnu í Esju
Þessa dagana er verið að sinna árlegu viðhaldi á gönguleiðinni upp Esjuna. Sjálfboðaliðarnir á myndunum leggja á sig mikið erfiði við burð á stórgrýti til að laga steinþrep og frárennsli við stíginn. Sjálfboðaliðarnir (Iceland Conservation Volunteers – sjá www.icv.is) eru ráðnir beint af Umhverfisstofnun og hafa komið til Íslands undanfarin sumur til að sinna viðhaldi og…