Yrkja í Esju
Að undanförnu hafa nemendur úr grunnskólum borgarinnar gróðursett birkitré í Esju og er það hluti af Yrkjuverkefninu fyrir milligöngu Skógræktarfélagsins. Myndin var tekin 30. ágúst síðastliðinn þegar nemendur úr Tjarnarskóla komu og lögðu okkur lið ásamt kennurunum Sirrý og Þóri.