Harmonikkusveitin Fönix á kaffistofunni
Síðastliðinn laugardag lék harmonikkusveitin Fönix á Jólamarkaðnum. Hér sjást þau á meðal kaffihúsagesta með Sigurð Alfonsson fremstan í flokki og einbeitingin skín úr andlitunum.
Síðastliðinn laugardag lék harmonikkusveitin Fönix á Jólamarkaðnum. Hér sjást þau á meðal kaffihúsagesta með Sigurð Alfonsson fremstan í flokki og einbeitingin skín úr andlitunum.
Gunna Hinna hefur vakið athygli á Jólamarkaðnum fyrir kransa sína og bláskeljablóm. Nú eru verk hennar til sýnis í Gamla salnum.
Algengt er að hundaeigendur mæti á Jólamarkaðinn og eru þeir velkomnir með hunda sína -í taumi. Um helgina kom til dæmis fjölskylda með lágvaxna, gæfa tík að nafni Dimma til okkar og var hún klædd jólapeysu. Reyndist þetta vera nokkuð sjaldgæf tegund sem kallast dvergschnauzer.
Unnur á harmonikku, Fanný með kynningarmálin og Elínborg á kaffistofunni.