Gullkollurinn í Kollafirði
Skógarkerfillinn er nú minna áberandi í Esjunni enda fræmyndun hafin á fullu hjá honum. Gullkollurinn er aftur á móti víða áberandi í hlíðunum og ekki síður niður á Kollafjarðareyrum þar sem haldnir voru leikar á tímum Kolla landnámsmanns, en seinna grafnar út fiskeldistjarnir. Þar var meðfylgjandi mynd tekin á dögunum. Gullkollurinn er af ertublómaættinni og…