Tré mars mánaðar
Tré marsmánaðar er alaskaösp (Populus trichocarpa) í garði við Langholtsveg 158. Þórður Vigfússon byggði húsið 1954, en tréð var gróðursett um 1960. Núverandi eigendur eru Helga Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Linda Mjöll Gunnarsdóttir og Sveinbjörn Jóhannesson. Alaskaöspin mælist um 18,20 metrar á hæð, ummál í 1,30 metra hæð er 2,78 m. og þvermál krónu nálægt 14…