Fréttir

Mikið um að vera í Heiðmörkinni í dag

smeykur_vi_gef___lau_10__12__2011_031

Jólaskógurinn og Jólamarkaðurinn verða opnir meðan dagsbirtu nýtur. Nú skartar Heiðmörkin sínu fegursta og veðurspáin ekki amaleg fyrir þennan daginn. ´

Í Grýludal er mikið úrval jólatrjáa og í bækistöð skógarvarðarins er boðið upp á kakó og piparkökur auk þess sem jólasveinar taka þátt í fjörinu.

Á Jólamarkaðnum Elliðavatni er sem fyrr fjölbreytt úrval af íslensku handverki og margt í boði allan daginn. Gáttaþefur hefur boðað komu sína milli klukkan 14 og 15 og byrjar á því að kynna lestur úr barnabók við varðeld í Rjóðrinu og taka eins og eitt jólalag.

Hér fylgir dagskráin á Jólamarkaðnum í dag:

Sunnudagur 11. desember

Klukkan 13:  Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr Ríólítreglunni í Gamla sal.

Klukkan 14:  Huginn Þór Grétarsson les úr Fjörugu ímyndunarafli á fjórum tungumálum í Rjóðrinu.

Klukkan 15:  Harmonikkuleikur:   Vigdís, Hildur Petra og Lilja Dögg spila fyrir gesti í Gamla sal.