Jólamarkaðurinn á Elliðavatni verður opnaður laugardaginn 26. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum frá 11-16:30.
Á Hlaðinu verða til sölu nýhöggvin íslensk jólatré og þar að auki mikið úrval af tröpputrjánum vinsælu, eldiviði, viðarkyndlum auk annarra afurða úr Heiðmörk.
Jólamarkaðurinn á Elliðavatni er dásamlegur staður, til að flýja ys og þys borgarinnar um stund, og til að finna réttu jólastemninguna í friðsælu og fallegu umhverfi.
Munið – það tekur aðeins 15 mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum í Heiðmörk.
Nýhöggvin íslensk jólatré af ýmsum stærðum verða á boðstólum á Jólamarkaðnum. Í boði er stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur.