Elliðavatni564 17709-5
InstagramFacebook
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Skógræktarfélag Reykjavíkur – Heiðmörk
  • Heim
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Kort
  • SKRÁNING
Menu back  
Leita

Þingnes

Þingnes

Fornleifarannsóknir

 

Þingnes
Þingnes er talinn einn merkasti sögustaður í nágrenni Reykjavíkur, jafnvel á landsvísu.  Þingstaðurinn var ekki á sjálfu nesinu, sem skagar út í vatnið, heldur í hallanum ofan þess og þar hafa fornleifarannsóknir farið fram með góðum árangri. Þar hafa fundist rústir, sem staðfesta að Kjalarnesþing hafi líklega verið háð þar um hríð a.m.k. Þar var stofnun Alþingis líklega undirbúin. Jónas Hallgrímsson rannsakaði rústirnar 1841 og þjóðminjasafn á árunum1981-1986.  Tanginn Þingnes fór að hluta í kafi eftir að stíflan var gerð fyrir 1924-26.

Samkvæmt frásögn Landnámu og Íslendingabókar stofnaði Þorsteinn Ingólfsson, sonur Ingólfs Arnarsonar, til þings á Kjalarnesi áður en Alþingi var stofnað á Þingvöllum um 930. Á Kjalarnesi hafa ekki varðveist minjar sem bent gætu til þingstaðar. Á Þingnesi er þyrping 15-20 tófta. Leitt hefur verið líkum að því að þar séu hugsanlega leifar hins forna Kjalarnessþings. Jónas Hallgrímsson vakti fyrstur athygli á rústunum við Þingnes og gróf í þær árið 1841. Hann taldi að þarna væri fundinn Kjalarnessþingstaður. Á árunum 1981-1986 fór fram rannsókn á tóftunum á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Grafið var í hringlaga rúst á miðju svæðinu og þrjár rústir, alls um 450 m2. Einnig var yfirlitskort gert af svæðinu. Rannsóknin leiddi í ljós hringlaga grjótgarð, um 18 m í þvermál, og innan hans minni hring úr torfi, um átta m í þvermál. Innan torfhringsins fundust leifar af hellulögn. Undir lítilli tóft við suðurenda hringsins fannst eldri tóft sem virðist vera leifar af bæjarrúst, eða skála. Einnig fundust ummerki eftir járnvinnslu á svæðinu. Sumar tættur virðast vera leifar útihúsa. Samkvæmt athugun Þjóðminjasafnsins hafa rústirnar sennilega verið í notkun frá um 900 fram undir 1200.

 

  • Heiðmörk
  • Áningarstaðir og aðstaða
  • Umgengnisreglur
  • Elliðavatn og veiði
  • Elliðavatnsbær og jörð
  • Gamli salurinn Elliðavatni
  • Þingnes
  • Fræðslustígur
  • Fræðslurjóður
  • Landnemar
  • Kort af Heiðmörk
Hafa samband
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Elliðavatni
110 Reykjavík
Sími 564 1770

Find us on:

FacebookInstagram
Starfsfólk
  • Helgi Gíslason
  • Sævar Hreiðarsson
  • Gústaf Jarl Viðarsson
Skógræktarfélög
  • Skógræktarfélag Akraness
  • Skógræktarfélag Eyfirðinga
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
  • – Fleiri skógræktarfélög
Á döfinni
  • Samantekt aðalfundar 2018
    24. mars 2018
  • Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2018
    20. mars 2018
Skógræktarfélagið á Facebook
Facebook By Weblizar Powered By Weblizar
Instagram
Load More...
Follow on Instagram
Myndagallerý
Skrá á póstlista
Sláðu inn netfangið þitt og við sendum þér tilkynningar þegar við setjum nýjar fréttir eða tilkynningar á vefinn.

Skógræktarfélag Reykjavíkur Elliðavatni, 110 Reykjavík - Sími 564 1770 - Kt.: 600269-4539