Jólaskógurinn opnar um næstu helgi

Jólaskógurinn vinsæli í Hjalladal verður opinn næstu tvær helgar klukkan 11-16 eða meðan bjart er. Fólk getur komið, fengið lánaðar sagir og valið tré sem hentar, eitt verð er á trjánum óháð stærð: 4.900 krónur eins og undanfarin ár. Jólasveinar verða til aðstoðar, varðeldur logar, kakó og piparkökur handa öllum. Sannkölluð jólastemmning í Hjalladal! Hanna…

Lesa meira...

Dagskráin um næstu helgi á Jólamarkaðnum

Laugardagur 12. desember Klukkan 12.30:  Harmonikkuleikur  -Fönix-. Klukkan 13.00:  Ragna Sigurðardóttir les úr Hinu fullkomna landslagi. Klukkan 14.00:  Barnastund í Rjóðrinu.  Varðeldur og jólasveinn. Áslaug Jónsdóttir les úr Skrímsli kemur í heimsókn. Klukkan 15.00:  Brokkkórinn syngur á Hlaðinu. Sunnudagur 13. desember Klukkan 12.30:  Harmonikkuleikur -Smárinn-. Klukkan 13.00:  Kristín Ómarsdóttir les úr Hjá brúnni. Klukkan 14.00: …

Lesa meira...

Barnastund í Rjóðrinu

Á hverjum markaðsdegi kl. 14 er Barnastund í Rjóðrinu í grenilundi skammt frá Elliðavatnsbænum. Kveiktur er varðeldur, farið í leiki og stundum kemur jólasveinninn sjálfur  í heimsókn. Þá lesa rithöfundar úr bókum sínum fyrir börnin. Um nýliðna helgi kom Margrét Örnólfsdóttir og las úr Aþenu og Guðmundur Steingrímsson sem las úr Svíninu Pétri, og var…

Lesa meira...

Svipmyndir frá Jólamarkaðnum um liðna helgi

Mikill fjöldi heimsótti Jólamarkaðinn á  Elliðavatni um helgina og gerði sér glaðan dag í Heiðmörk. Á Hlaðinu er mikið úrval tröpputrjáa um hverja helgi og fara vinsældir þeirra vaxandi. Sumir eru að koma í þriðja sinn og fá sér tröpputré og erum við hjá Skógræktarfélaginu að sjálfsögðu ánægð með það! Þá er jólatrjáasalan hafin af fullum…

Lesa meira...

Helgardagskráin

Laugardagur 5. desember Klukkan 12.30:  Smárinn -harmonikkuleikur Klukkan 13.00:  Vilborg Davíðsdóttir les úr Auði Klukkan 14.00:  Barnastund í Rjóðrinu. Helena Ólafsdóttir með eld og leiki. Margrét Örnólfsdóttir les úr Aþenu. Klukkan 15.00:  Johnny Stronghands spilar delta-blús   Sunnudagur 6. desember Klukkan 12.30:  Dragspilsdrottningar -harmonikkuleikur Klukkan 13.00:  Steinar Bragi les úr Himinninn yfir Þingvöllum Klukkan 14.00:  Barnastund…

Lesa meira...

Dagskrá helgarinnar

Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opnar um helgina.  Í Gamla salnum verður opin kaffistofa og til sölu margskonar handverk og efni beint úr skóginum.  Á Hlaðinu logar eldur í arni og þar verða jólatré, tröpputré , greinar og eldiviður til sölu. Í söluskúrum og í Kjallaranum er síðan fjölbreytilegt úrval af íslensku handverki. Dagskrá helgarinnar að öðru…

Lesa meira...

Nýr Esjubæklingur

esjubklingur_1

Skógræktarfélagið hefur gefið út leiðsögubækling um Esjuhlíðar.Í bæklingum eru lýsing á þeim gönguleiðum sem eru greiðfærar og ýtarlegt kort með  fræðsluefni um einstök atriði á hverri leið.Hægt er að nálgast bæklinginn í Esjustofu og öllum helstu upplýsingamiðstöðvum ferðaþjónustunnar  í borginni.

 

Bæklinginn unnu Bergþóra Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir, aðstoð við kortavinnslu veitti Ragnhildur Freysteinsdóttur.

esjukort_2

Jólakransagerð á Elliðavatni 25. nóvember

Jólakransagerð Lærðu að binda þinn eigin jólakrans á útidyrahurðina eða fyrir aðventuna úr furu og greni, skreytta með könglum, mosa, birki eða öðrum efnum. Kennari: Auður Árnadóttir blómaskreytir.   Staður:  Elliðavatn, Gamli salur. Stund: Miðvikudagur 25. nóvember klukkan 19-22. Efni innifalið en ef þátttakendur vilja koma með eigið efni til að skreyta með er það…

Lesa meira...

Vel heppnuð Freysteinsvaka

freysteinsvaka-1

freysteinsvaka-2

Fjölmennt var á Freysteinsvökunni 7. nóvember. Á meðfygjandi myndum sem Ragnhildur Freysteinsdóttir tók má sjá Jón Geir Pétursson í pontu og Varsjárbandalagið í ham.