1. sumarstarfsmaður tekinn tali

Nafn : Daníel Már Magnússon. Aldur:  20 ára   Hvað gerir þú í vinnunni? Ég geri ýmislegt. Ég mála, sé um eldivið, tiltekt, stígagerð og svo framvegis. Hvernig líkar þér vinnan ? Mér líkar vinnan mjög vel. Hvað finnst þér að mætti betur fara ? Mér finnst að stjórnarskipulag mætti vera betra. Hvað finnst þér…

Lesa meira...

Það snjóaði í Esjuna í nótt

Svona leit Esjan út klukkan 10 í morgun.  Skýjabakkinn sem lá yfir toppnum horfinn og snjólínan þegar farin  að lyftast.  Þar er vinna hafin við göngustíginn mikla upp á Þverfellshorn. Og Heiðmörkin að fyllast af sumarfólki. Í fyrradag snjóaði reyndar lítillega í Heiðmörkinni, þann snjó tók fljótt upp og nú teljum við, og höfum þar líkindalögmálið með…

Lesa meira...

Nemendur Ísaksskóla í heimsókn

Nemendur í sjö ára bekk Ísaksskóla komu í heimsókn í morgun áður en fór að rigna. Þeir voru í náttúruskoðun og leikjum, söfnuðu  sýnum, veiddu  flugur á bæjarhólnum  og kynntu sér trjápallinn við bæinn. Heimsókn skólabarna er hluti af því sem kallast nú á fræðimáli ,,vistkerfisþjónusta” Heiðmerkur.

fluguveii_isaksskli_26_mai_2011_006

trjap Heimsókn nemenda Ísaksskóla.

syni_isaksskli_26_mai_2011_003

Álftin á Reynivöllum

Álftaparið  hér fyrir neðan hvæsti á starfsmann félagsins þegar hann var að sinna vorverkunum í  spildu félagsins á Reynivöllum í Kjós fyrir skömmu. Líklega komnir ungar.

net-svanur_ma_11

svanir

Maríuerlan er orpin í Heiðmörk

Varp fugla stendur nú sem hæst. Hreiðurstæði á óvenjulegum stöðum er árvisst fréttaefni  í fjölmiðlum  og mun nú heimasíðan  ekki láta sitt  eftir liggja, samanber þetta: Maríuerla  verpir í poka í Heiðmörk! Pokinn er hálffullur af afgangseldiviði í gámi  á umráðasvæði félagsins. Starfsmönnum félagsins er ekki kunnugt um að maríuerla hafi áður verpt í poka, hvorki í Heiðmörk…

Lesa meira...

Ókeypis molta og fuglaskoðun á Vormarkaðnum

Hér má sjá áhugasama fuglaskoðara með Jakobi frá Fuglavernd á túninu við bæinn í gær. Það verður önnur fuglaskoðunarganga í dag klukkan 15. Hægra megin á myndinni er gámurinn frá Gámaþjónustunni. Þar er nóg af moltu  sem borgarbúar geta sótt sér á Elliðavatn og fengið endurgjaldslaust. Síðan er hin forvitnilega sýning Trérennismiða í gangi í…

Lesa meira...

Dagskrá Vormarkaðarins Elliðavatni 13.-15. maí

Opnunartímar: Föstudag 13. maí klukkan 15-18. Laugardag 14. maí klukkan 10-18. Sunnudag 15. maí klukkan 10-18. Félag trérennismiða er með sölusýningu í Gamla salnum og verður með heitt á könnunni alla dagana. Einnig sýnikennsla á Hlaðinu. Gámaþjónusta verður með kynningu og býður ókeypis moltu í garðinn. Fuglavernd kynnir starfsemina. Skógræktarfélagið býður  til sölu bolvið, kurl,…

Lesa meira...

Vormarkaður á Elliðavatni um næstu helgi

Nú er vorlegt um að litast í Heiðmörk og fjölgar gestum sem þangað sækja ár frá ári. Það er kominn vöxtur í allan gróður, flugan lætur finna fyrir sér  og veiðin í vatninu hafin fyrir nokkru síðan. Farfuglar eru mættir á staðinn og láta vel í sér heyra, nú síðast sá sjaldgæfi fugl himbrimi (sjá…

Lesa meira...