Dagskráin um næstu helgi á Jólamarkaðnum

Laugardagur 3. desember: Klukkan  13:  Guðmundur Andri Thorsson les úr Valeyrarvalsinum í Gamla sal. Klukkan 14:  Margrét Örnólfsdóttir les úr bókinni Með heiminn í vasanum í Rjóðrinu. Klukkan 15:  Harmonikkuhjónin Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson í Gamla sal. Klukkan 14-15:  Hestaleiga. Teymt undir börnum í hestagerði. Íslenski Hesturinn ehf.      Sunnudagur 4. desember:…

Lesa meira...

Tveir góðir á Hlaðinu

1_helgi_2011_tveir_gir_-bassi

Þessir tveir biðu þolinmóðir undir tröpputrjám á Hlaðinu um helgina á meðan fjölskyldan skoðaði vinsælu spilin í jólahúsi Stefáns Péturs Sólveigarsonar. Stefán Pétur verður hjá okkur fram að jólum. Við höfum ekki nafn fjölskylduföðursins, en hundurinn heitir Bassi og er enskur labrador.

Dagskráin á Jólamarkaðnum um næstu helgi

Jólamarkaðurinn Elliðavatni  verður nú haldinn í fimmta sinn og opnar laugardaginn 26. nóvember. Opið verður fjórar helgar fyrir jólin  frá klukkan 11-17. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn undanfarin ár og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemmningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er  fjöldi íslenskra…

Lesa meira...

Ferð skógræktarmanna til Noregs

Á dögunum var Helgi Gíslason framkvæmdastjóri félagsins í skógræktarferð í Hordalandsfylki í Noregi sem var skipulögð af Jóni Loftssyni skógræktarstjóra og Lofti Jónssyni fylkisskógarstjóra Hordalands. Þessi mynd er tekin í Kvinnherad í Harðangursfyrði þar sem verið er að skoða tilraunasvæði með tegundum og kvæmum. Íslenskir skógræktarmenn gróðursettur þennan myndarlega lerkiskóg í skógræktarferð til Noregs 1958

helgi_noregur_018

Jólamarkaðurinn 2011: fimm ára afmæli

Erum í óða önn að bóka söluborð á Jólamarkaðnum Elliðavatni í Heiðmörk. Hann hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna og verður nú haldinn fimmta árið í röð, fjórar helgar fyrir jólin. Auk sölu félagsins á jólatrjám, tröpputrjám og eldivið  eru eftirfarandi söluborð til leigu, -eingöngu íslenskt handverk: 12 söluborð í 6 jólahúsum á Hlaðinu. 8…

Lesa meira...

Upp Kistufell -niður Gunnlaugsskarð

Þægileg gönguleið  á Kistufell í Esju (um 840 m ) er upp suðausturhornið, amk. í góðu veðri á sumrin. Leggja má af stað frá Norður-Gröf, með leyfi húsráðenda ef því er að skipta.  Á leiðinni er heilsað upp á Karlinn neðarlega í hlíðinni. Leiðin er ekki fjölfarin og óljós og ekki mælt með halarófu vegna…

Lesa meira...

Yrkja í Esju

Að undanförnu hafa nemendur úr grunnskólum borgarinnar gróðursett birkitré í Esju og er það hluti af Yrkjuverkefninu fyrir  milligöngu Skógræktarfélagsins. Myndin var tekin 30. ágúst síðastliðinn þegar nemendur úr Tjarnarskóla komu  og lögðu okkur lið  ásamt kennurunum Sirrý og Þóri.

tjarnarsk_yrkja_og_fundur__g_sept_11_002