Borgartréð 2012

Borgartréð 2012 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn þann 18. ágúst og er það 112 ára gamall gljávíðir í garði Hressingarskálans við Austurstræti. Garðurinn við Hressingarskálann er einn þekktasti einkagarður frá lokum nítjándu aldar og stóð við hús Árna Thorsteinssonar landfógeta í Reykjavík frá 1862. Garðurinn var nýttur til skrauts og nokkurra nytja og var…

Lesa meira...

Kurl og eldiviður

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur í gegnum tíðina verið með ýmislegt úr efniviði skógarins til sölu. Sem stendur er til á lager bæði kurl og eldiviður, sem upplagt er að nota í kamínuna nú þegar farið er að styttast í haustið!

 

Nánari upplýsingar um verð og annað má finna undir Viðarafurðir og þjónusta hér á síðunni.

Sumarið á Heiðmörk

Nú í sumar hefur hópur ungmenna á vegum Landsvirkjunar verið í vinnu á Heiðmörk, við gróðursetningu og önnur störf. Eins og sjá má á myndinni, er greinilega gaman í vinnunni hjá þessum ungu stúlkum. lvstulkur

Nýir starfskraftar í Heiðmörk

Hjá félaginu hafa nú hafið störf átta starfsmenn í gegnum verkefnið Vinnandi vegur.  Fagnar Skógræktarfélag Reykjavíkur mjög þessum dugmiklu starfsmönnum sem vinna hin margbreytilegustu skógarstörf í Heiðmörk.

Myndina tók einn af starfmönnunum, hún Edda Sigurjónsdóttir.
vinnandivegur

Minningarlundur um Útey á Íslandi

Fyrstu trén í minningarlundi um fórnarlömbin á Útey og í Osló í fyrrasumar voru gróðursett í gær við Norræna húsið. Lundurinn er staðsettur á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Alls verða gróðursett átta reynitré í hring, sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt sjálfsstjórnarhéruðunum þremur (Færeyjar, Álandseyjar og Grænland).  Inni í hringnum verða bekkir og minningarsteinn, með…

Lesa meira...

Minningarlundur um Útey á Íslandi

Til stendur að stofna minningarlund um fórnarlömbin á Útey í Noregi og í miðborg Osló í fyrrasumar við Norræna húsið, rétt fyrir neðan bílastæði Háskóla Íslands. Minningarlundurinn verður staðsettur á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Gróðursett verða átta reynitré í hring, sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt sjálfsstjórnarhéruðunum þremur (Færeyjar, Álandseyjar og Grænland).  Inni í hringnum…

Lesa meira...

Aðalfundur á miðvikudaginn

Miðvikudag 15. febrúar kl. 20  í stofu 101 Háskólatorgi.  Háskóla Íslands.  Dagskrá:   Skýrslur formanns og framkvæmdastjóra 2.  Reikningar 3.  Lagabreytingar 4.  Kosning stjórnar 5.  Kosning fulltrúa á aðalfund SÍ 6.  Önnur mál -Kaffihlé- 7. Fræðsluerindi     -Björn Traustason, Rannsóknastöð skógræktar – Mógilsá:     „Hverjir eiga  íslenska skóga?“     -Jón Kristófer Arnarson, Landbúnaðarháskóla Íslands -Reykjum í Ölfusi:     „Ber og ávextir…

Lesa meira...

Haförn í Heiðmörk

Í vikunni sást sjaldgæfur fugl í Heiðmörk: haförn sem sat á steini við vök á Elliðavatni þar sem Myllulækurinn rennur  út í vatnið. Þaðan flaug hann í NA og settist við Suðurá, sjálfsagt að skima eftir fiski. hafrn Þetta var merktur fugl.