Allt á fullu í jólaundirbúningi

Nú er aðventan á næsta leyti og allt komið á fullt hjá félaginu að undirbúa bæði Jólamarkaðinn á Elliðavatni og Jólaskóginn í Grýludal, auk þess sem félagið útvegar ýmsum aðilum skreytitré af ýmsum stærðum. Hér má sjá starfsmenn félagsins að störfum að fást við jólatré af stærri gerðinni. jolatrejolatre2

Gróðursetning í Esjuhlíðum

Gott haustveður undanfarna daga hefur hentað mjög vel að gróðursetninga og voru starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur að gróðursetja 30. þúsundustu plöntuna í Esjuhlíðum og er þar með búið að leggja drög að hinum myndarlegasta birkiskógi þar.

esja_haust_2012

Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur glaðbeittir að störfum í Esjuhlíðum. F.v. Daði, Sverri, Gabríel, Gústaf, Daníel og Arnar fremst (Mynd: Skógræktarfélag Reykjavíkur).

Tæki og tól til sýnis

Skógræktarfélag Reykjavíkur var með tvær vélar til sýnis á Tækjasýningu Garðheima, sem haldin var 27. september. Annars vegar var um að ræða sérhæfða útkeyrsluvél og hins vegar eldiviðarvél. tsyning

Náttúruskóli Reykjavíkur í heimsókn

Vaskur hópur barna af leikskólanum Rofaborg kom í skógarferð upp í Heiðmörk í dag undir leiðsögn Helenu Óladóttur, verkefnisstjóra Náttúruskólans. Þau voru svo heppin að hitta á starfsmenn Veiðimálastjóra við rannsóknir í Elliðavatni, sem leyfðu þeim að handleika fiskana sem verið var að rannsaka og fannst þeim það mjög gaman. leikskoli1leikskoli2

Haustverkin

Starfsmenn skógræktarfélagsins eru þessa dagana við haustgróðursetningar landgræðsluplantna í Esjuhlíðum. Á myndinni eru frá vinstri þeir Arnar, Daríus, Wojciech og Daníel í góðum gír í sólinni.esjahaust

Norskt skógræktarfólk í heimsókn

Hópur norsks skógræktarfólks frá Sogni og Fjörðunum var nýverið á ferðinni á Íslandi að kynna sér skógarmál hérlendis. Kom hópurinn í heimsókn á Heiðmörk þar sem gestirnir fengu kynningu á skógræktarfélögunum. Norski hópurinn fékk sér hádegisverð í Gamla salnum með starfsfólki Skógræktarfélags Íslands og nokkrum starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur (Mynd:ES). Að hádegisverði loknum hlýddu gestirnir á…

Lesa meira...

Framkvæmdir í Esjuhlíðum

Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur umsjón með útivistarsvæði Reykjavíkur í Esjuhlíðum. Undanfarið hefur verið unnið að því að leggja braut meðfram göngustígum upp á Esjuna. Er hún lögð til að björgunarsveitir geti komist fljótt og örugglega til hjálpar ef einhver verður fyrir óhappi á gönguleiðinni, en gönguleiðin er mikið notuð af almenningi. Pokasjóður og Reykjavíkurborg styrkja þessa…

Lesa meira...