Landnemar á ferðinni

Á dögunum voru á ferðinni í Heiðmörk þær Kristín Norðfjörð, Guðrún Erla Björgvinsdóttir og Rannveig Thoroddsen, sem eru allar félagar í Soroptimistafélagi Íslands. Félagið hefur ræktað fallegan skógarlund í landnemareit sínum í Hrossabrekkum á Heiðmörk. soroptimistar

Sjálfboðaliðar að vinnu í Esju

Þessa dagana er verið að sinna árlegu viðhaldi á gönguleiðinni upp Esjuna. Sjálfboðaliðarnir á myndunum  leggja á sig mikið erfiði við burð á stórgrýti til að laga steinþrep og frárennsli við stíginn. Sjálfboðaliðarnir (Iceland Conservation Volunteers – sjá www.icv.is)  eru ráðnir beint af Umhverfisstofnun og hafa komið til Íslands undanfarin sumur til að sinna viðhaldi og…

Lesa meira...

Gróðursetning Rótarý-félaga

Sunnudaginn 5. maí var gróðursetningardagur Rótarýklúbbs Breiðholts í Heiðmörk. Voru gróðursett fimmtíu birkitré í landnemaspildu þeirra á Elliðavatnsheiði, þar á meðal voru tvær tveggja metra háar birkiplöntur sem voru sérstaklega ræktaðar fyrir félagið af kvæmum sem nefnast Embla og Kofoed. Bæði kvæmin hafa verið sérstaklega kynbætt af Þorsteini Tómassyni, félaga í Rótarýklúbbi  Breiðholts og er…

Lesa meira...

Minningarlundur um Útey

Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, þann 17. maí næstkomandi, verður minningarathöfn í minningarlundi um fórnarlömbin á Útey og í Osló, en fyrstu trén í lundinn voru sett niður í júní í fyrra. Lundurinn er staðsettur á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Í lundinum verða átta reynitré, sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt sjálfsstjórnarhéruðunum þremur (Færeyjar, Álandseyjar og Grænland)…

Lesa meira...

Útikennslustofa við Austurbæjarskóla

Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur tóku þátt í að laga til og setja upp bekki í skógarreit við Austurbæjarskóla nú á dögunum, sem nýttur er til útikennslu. Eru krakkarnir í skólanum hæst ánægðir með þessa nýju aðstöðu. austurbskoli-utikennMynd:Austurbæjarskóli.

Heimsókn í Markland

Starfsfólk bandaríska sendiráðsins kom í heimsókn upp á Heiðmörk að vitja um “Birth Grove”  – rjóður þar sem finna má skjöld til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Landnemareitur sendiráðsins er nefndur Markland og er staðsettur ofarlega í Vífilsstaðahlíðinni. markland

Myndlistarsýning í Heiðmörk á sumardaginn fyrsta: Fálmar, Net, Op, Bönd og Barist um ljósið

Skógræktarfélag Reykjavíkur og Myndhöggvarafélagið í Reykjavík í samstarfi við Barnamenningarhátíð bjóða til opnunar á myndlistarsýningu í Heiðmörk á sumardaginn fyrsta kl.13:00 Listamennirnir eru Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Unndór Egill Jónsson og Sara Riel. Verkin eru öll sérstaklega gerð fyrir sýninguna og eru staðbundin. Munu þau fá að lifa áfram um ókomna framtíð. Ferðalagið hefst við…

Lesa meira...

Skógurinn í Öskjuhlíð í umræðunni

Skógurinn í Öskjuhlíð hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið vegna  samkomulags um endurbætur á aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri skrifuðu undir þann 19. apríl, en í samkomulaginu felst meðal annars að lækka hluta skógarins í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur mótmælt fyrirhugaðri fellingu trjánna á fyrri stigum.  Þetta mál er…

Lesa meira...

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2013

Á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur þann 12. mars var ársskýrsla félagsins lögð fram (sjá hér – pdf) . Aðalfundurinn samþykkti eina ályktun um deiliskipulag Heiðmerkur (sjá hér – pdf). Á fundinum hætti Ólafur Sigurðsson í stjórn félagsins eftir 26 ára stjórnarsetu. Við það tilefni sæmdi aðalfundurinn hann gullmerki félagsins og var hann gerður að heiðursfélaga. Ólafi voru þökkuð…

Lesa meira...