Fréttir

Fagráðstefna skógræktar 2009 16 -17 apríl 2009, salur Þróttar í Laugardal, Reykjavík.

Fagráðstefna skógræktar 2009
16 -17  apríl 2009, salur Þróttar í Laugardal, Reykjavík.

Dagskrá fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í sal Þróttar í Laugardal 16-17 apríl næstkomandi er að mestu tilbúin og má nálgast hana á www.skogur.is/fagradstefna

Ráðstefnugjald:

Ráðstefnugjald með hátíðarkvöldverði á fimmtudegi        9000.-
Ráðstefnugjald án hátíðarkvöldverðar            6500,-
(Aðeins hátíðarkvöldverður, fyrir maka kr. 4000.-)

Stakir dagar:
Ráðstefnugjald fimmtudagur                4000.-
Ráðstefnugjald föstudagur                        4000,-

Nemendur: (LBHÍ, HÍ og aðrir)
Ráðstefnugjald með hátíðarkvöldverði á fimmtudegi        5000.-
Ráðstefnugjald án hátíðarkvöldverðar              2000.-

(Í ráðstefnugjaldi eru innifalin; fundargögn, kaffi og meðlæti, hádegisverður á föstudegi og skoðunarferð í Heiðmörk á föstudegi)

Hátíðarkvöldverðurinn er haldin á sama stað og ráðstefnan (Salur Þóttar í Laugardal).  Mæting 19.30 í fordrykk, borðhald hefst kl 20.00.

Skráning á ráðstefnu: (ATH: Skráið ykkur sem fyrst, takmarkað pláss)

Skráning á ráðstefnuna fer fram til Ingibjargar Ragnarsdóttur fyrir 8 apríl í tölvupóst [email protected] eða í síma 471-2100 (Inga).

Ráðstefnugjald greiðist inn á reikning:
Reikningsnúmer: 0315-26-009250
Kennitala: 590269-3609
Skýring greiðslu: Fag 2009
Senda kvittun á:  [email protected]
(Einnig er hægt að fá sendan greiðsluseðil).

Gisting:

Mógilsá hefur náð samkomulagi við Grand Hótel varðandi gistingu. Verðið er 10.800 kr. nóttin með morgunmat. Sama gjald er fyrir einstaklings og tveggjamanna herbergi. Þeir sem vilja nýta sér þetta gistitilboð senda tölvupóst á Jóhann Sigurólason hjá Grand Hótel ( [email protected]) og bóka gistingu (kóði “Skógrækt”). Aðeins er um 600 m gangur frá Grand Hóteli í sal Þróttar í Laugardal. Pantið gistingu sem fyrsts, takmarkaður herbergjafjöldi er á þessu verði.

Þeir sem standa að Fagráðstefnu skógræktar 2009 eru:

Landbúnaðarháskóli Íslands (tengiliður: Bjarni D. Sigurðsson)
Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá (tengiliður: Ólafur Eggertsson)
Skógræktarfélag Íslands (tengiliður Brynjólfur Jónsson)
Skógræktarfélag Reykjavíkur (tengiliður Helgi Gíslason)