Haustverkin
Starfsmenn skógræktarfélagsins eru þessa dagana við haustgróðursetningar landgræðsluplantna í Esjuhlíðum. Á myndinni eru frá vinstri þeir Arnar, Daríus, Wojciech og Daníel í góðum gír í sólinni.
Starfsmenn skógræktarfélagsins eru þessa dagana við haustgróðursetningar landgræðsluplantna í Esjuhlíðum. Á myndinni eru frá vinstri þeir Arnar, Daríus, Wojciech og Daníel í góðum gír í sólinni.
Hópur norsks skógræktarfólks frá Sogni og Fjörðunum var nýverið á ferðinni á Íslandi að kynna sér skógarmál hérlendis. Kom hópurinn í heimsókn á Heiðmörk þar sem gestirnir fengu kynningu á skógræktarfélögunum. Norski hópurinn fékk sér hádegisverð í Gamla salnum með starfsfólki Skógræktarfélags Íslands og nokkrum starfsmönnum Skógræktarfélags Reykjavíkur (Mynd:ES). Að hádegisverði loknum hlýddu gestirnir á…
Í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 þann 6. september var viðtal við Björku Sigurðardóttur um ratleik á Heiðmörk sem Ferðafélag Íslands er búið að setja upp. Hlusta má á viðtalið hér.
Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur umsjón með útivistarsvæði Reykjavíkur í Esjuhlíðum. Undanfarið hefur verið unnið að því að leggja braut meðfram göngustígum upp á Esjuna. Er hún lögð til að björgunarsveitir geti komist fljótt og örugglega til hjálpar ef einhver verður fyrir óhappi á gönguleiðinni, en gönguleiðin er mikið notuð af almenningi. Pokasjóður og Reykjavíkurborg styrkja þessa…
Borgartréð 2012 var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn þann 18. ágúst og er það 112 ára gamall gljávíðir í garði Hressingarskálans við Austurstræti. Garðurinn við Hressingarskálann er einn þekktasti einkagarður frá lokum nítjándu aldar og stóð við hús Árna Thorsteinssonar landfógeta í Reykjavík frá 1862. Garðurinn var nýttur til skrauts og nokkurra nytja og var…
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur í gegnum tíðina verið með ýmislegt úr efniviði skógarins til sölu. Sem stendur er til á lager bæði kurl og eldiviður, sem upplagt er að nota í kamínuna nú þegar farið er að styttast í haustið! Nánari upplýsingar um verð og annað má finna undir Viðarafurðir og þjónusta hér á síðunni.
Nú í sumar hefur hópur ungmenna á vegum Landsvirkjunar verið í vinnu á Heiðmörk, við gróðursetningu og önnur störf. Eins og sjá má á myndinni, er greinilega gaman í vinnunni hjá þessum ungu stúlkum.
Hjá félaginu hafa nú hafið störf átta starfsmenn í gegnum verkefnið Vinnandi vegur. Fagnar Skógræktarfélag Reykjavíkur mjög þessum dugmiklu starfsmönnum sem vinna hin margbreytilegustu skógarstörf í Heiðmörk. Myndina tók einn af starfmönnunum, hún Edda Sigurjónsdóttir.
Fyrstu trén í minningarlundi um fórnarlömbin á Útey og í Osló í fyrrasumar voru gróðursett í gær við Norræna húsið. Lundurinn er staðsettur á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Alls verða gróðursett átta reynitré í hring, sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt sjálfsstjórnarhéruðunum þremur (Færeyjar, Álandseyjar og Grænland). Inni í hringnum verða bekkir og minningarsteinn, með…
Til stendur að stofna minningarlund um fórnarlömbin á Útey í Noregi og í miðborg Osló í fyrrasumar við Norræna húsið, rétt fyrir neðan bílastæði Háskóla Íslands. Minningarlundurinn verður staðsettur á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Gróðursett verða átta reynitré í hring, sem tákna Norðurlöndin fimm ásamt sjálfsstjórnarhéruðunum þremur (Færeyjar, Álandseyjar og Grænland). Inni í hringnum…