Á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur þann 12. mars var ársskýrsla félagsins lögð fram (sjá hér – pdf) . Aðalfundurinn samþykkti eina ályktun um deiliskipulag Heiðmerkur (sjá hér – pdf).
Á fundinum hætti Ólafur Sigurðsson í stjórn félagsins eftir 26 ára stjórnarsetu. Við það tilefni sæmdi aðalfundurinn hann gullmerki félagsins og var hann gerður að heiðursfélaga. Ólafi voru þökkuð traust og góð störf í þágu félagsins.
Þröstur Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, sæmir Ólaf Sigurðsson gullmerki félagsins.